TrackMan Range er byltingakennd ný radar mælingartækni í Básum sem veitir þér lykilupplýsingar fyrir hvert slegið högg. Þegar þú hefur slegið högg eru radarar úti á æfingasvæðinu sem mæla flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill boltans mun birtast í rauntíma í því snjalltæki (spjaldtölvu eða síma) sem staðsett er fyrir framan þig á einfaldan og skýran hátt.
Radar mæling boltaflugs byggir á sömu tækni og notuð er í TrackMan Radar tækjum atvinnumanna og golfherma.
Í TrackMan Range er einnig hægt að spila ýmsa leiki, t.d. Næstur pinna (Bulls Eye), Fangaðu flaggið (Capture the Flag) og Lengsta högg (Hit it). Þessir leikir gera æfinguna að leik fyrir kylfinga á öllum getustigum og má vænta fleiri leikja á næstu mánuðum.
Hægt er að tengjast kerfinu á 1. og 2. hæð Bása, á 1. hæðinni eru 8 básar útbúnir með IPAD spjaldtölvum. Aðrir básar æfingasvæðisins eru búnir standi þar sem kylfingar geta tengst kerfinu með eigin snjalltæki. Ath! 3. hæð Bása er ekki tengd kerfinu.
Þetta er frábær ný tækni sem gaman er að nýta við leik og þjálfun í golfíþróttinni.
Við vekjum athygli á því að notkun á TrackMan Range er valkvæð og geta kylfingar því áfram mætt til að æfa sveifluna í Básum án þess að tengjast kerfinu.
