02.02.2023

Vetrarþjálfun 2023

Arnar Snær Hákonarson býður upp á vetrarþjálfun í golfi.

Markmiðið með þjálfuninni er að ná betri tökum á golftækninni yfir veturinn. Æfingarnar fara fram í Básum, Grafarholti. Hvert námskeið verður í 8 vikur og hefjast fyrstu námskeiðin 20.febrúar. 

Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir:

  • Hvernig við náum meiri stöðuleika í golfi
  • Læra að þekkja styrkleikana í okkar leik og vinna markvíst að bæta veikleikana
  • Boltaflug hvernig sláum við boltann frá hægri til vinstri(draw) og vinstri til hægri(fade)
  • Aukin högglengd meiri kylfuhraði
  • Markmiðsetning fyrir kylfinga á öllum getu stigum
  • Leikskipulag og markvissar æfingar til að vinna eftir

Vetrarþjálfun er fyrir alla kylfinga í öllum klúbbum hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn þá er þetta besta leiðinn til að ná betri tökum á leiknum.

Hópur 1 - Mánudagar 20:00 – 20:30 (fyrsti tími 20.feb)
Hópur 2 - Mánudagar 20:30 – 21:00 (fyrsti tími 20.feb)
Hópur 3 - Þriðjudagar 18:30 – 19:00 (fyrsti tími 21.feb)
Hópur 4 - Fimmtudagar 18:00 – 18:30 (fyrsti tími 23.feb)
Hópur 5 - Fimmtudagur 18:30 – 19:00 (fyrsti tími 23.feb)

Skráning fer fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 

Verð pr. námskeið er kr. 20.000
*Greitt er við skráningu

 

Til baka í fréttalista