04.06.2019

Sláum saman kortið komið í sölu

Sláum saman kortið er komið í sölu. Sláum saman er frábær pakki fyrir áhugasama þar sem aðgangur að tveimur æfingavöllum, Grafarkoti og Thorsvelli ásamt aðgang að æfingasvæði fyrir stuttaspilið, framan við Bása, er innifalinn. Ekki er þörf á að bóka sig í rástíma á æfingavelli, bara mæta og hafa gaman!

Tilvalið fyrir fólk á öllum aldri sem hefur gælt við hugmyndina um að kynna sér golfíþróttina.

Tilboðsverð fyrir pakkann er kr. 22.900 - 67 ára og eldri greiða kr. 17.175

Innifalið er:
- Aðgangur að Thorsvelli, Korpúlfsstöðum (9 holur)
- Aðgangur að Grafarkotsvelli, Grafarholti (6 holur)
- Aðgangur að æfingasvæði fyrir stuttaspil

Sala á kortum fer fram í afgreiðslu Bása og í golfverslun GR á Korpúlfsstöðum

Til baka í fréttalista