04.07.2019

N1 dagur í Básum – fríir boltar og 20% afsláttur af boltakortum

Laugardaginn 6. júlí verður sérstakur N1 dagur haldinn í Básum en N1 er helsti styrktaraðili golfæfingasvæðisins og ætlar að bjóða gestum Bása upp á fría bolta frá kl. 10:00 – 15:00. Boltakort verða seld með 20% afslætti þennan dag en handhafar N1 kortsins njóta þeirra kjara allt árið um kring.  

Starfsmenn á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur verða á svæðinu og leiðbeina kylfingum með TrackMan Range, sem sett var í gang með formlegum hætti nú á miðvikudag en TrackMan Range er ný og byltingakennd radar mælingartækni fyrir golfæfingasvæði sem veitir kylfingum lykilupplýsingar um hvert slegið högg og gjörbreytir allri aðstöðu til æfinga í Básum.

Hægt verður að taka þátt í leiknum Bulls Eye (Næstur Pinna) allan daginn og verða verðlaun veitt fyrir 7 efstu sætin eftir daginn. Til að taka þátt í leiknum, skrá kylfingar sig inn í TrackMan Range þegar mætt er í Bása og velja þar leikinn Bulls Eye. Að leik loknum geturðu skoðað stöðu þína í leiknum á stigatöflu.

Í verðlaun verða:

  1. Glæsilegt gasgrill
  2. Inneignarkort frá N1
  3. Platínukort í Básum
  4. Inneignakort frá N1
  5. Platínukort í Básum
  6. Inneignakort frá N1
  7. Platínukort í Básum

Við skorum á alla áhugasama að mæta og prófa þessa nýju tækni sem boðið er upp í Básum.

Til baka í fréttalista