30.10.2020

Lokað verður í Básum til 17. nóvember

Í dag kynnti ríkisstjórnin nýjar og hertari sóttvarnarráðstafanir sem segja til um að ekki megi fleiri en 10 manns koma saman á hverjum stað. Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verður lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, reglurnar taka gildi á miðnætti í kvöld.

Í kjölfar þessara nýju og hertari aðgerða verður golfæfingasvæði Bása lokað á meðan reglurnar eru í gildi eða til 17. nóvember. 

Lesa má frekar um hertari aðgerðir sóttvarnarráðstafanir í frétt heilbrigðisráðuneytis hér

Kveðja,
Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista