07.08.2019

Lokað á 1. hæð Bása í Íslandsmóti

Íslandsmótið í golf verður leikið á Grafarholtsvelli dagana 8. - 11. ágúst. Á meðan á móti stendur verður 1. hæð Bása frátekin fyrir keppendur á þeim tímum sem ræst er út í mótinu. 

Fimmtudaginn 8. ágúst og föstudaginn 9. ágúst verður 1. hæð lokuð frá kl. 06:00-16:00
Laugardaginn 10. ágúst og sunnudaginn 11. ágúst verður 1. hæð lokuð frá kl. 06:00-14:00

Við hvetjum áhugasama til að mæta og fylgjast með keppni á Grafarholtsvelli. 

Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista