07.06.2016

Boltatínsla á miðvikudaginn - óskum eftir sjálfboðaliðum

Á morgun, miðvikudag, milli kl. 17:00 og 19:00 tínum við bolta af æfingasvæðinu. Þörf er á að gera þetta reglulega svo alltaf séu nóg af boltum í vélunum fyrir ykkur kæru kylfingar.

Af þessum ástæðum verður golfæfingasvæðið lokað á þessum tíma á morgun. Öllum er þó frjálst að mæta og óskum við eftir því að félagsmenn komi og taki til hendinni með okkur, margar hendur vinna létt verk og allt það. Pizza og kók í boði að verki loknu!

Klukkan 19:00 verður svæðið svo opnað aftur fyrir æfingar.

Verið velkomin!
Básar

Til baka í fréttalista