01.05.2020

Básar opna mánudaginn 4. maí – sumaropnun tekur gildi

Mánudaginn 4. maí verður reglum í samkomubanni aflétt að hluta og verður golfæfingasvæði Bása opnað á nýjan leik, þá mun sumaropnun á æfingasvæðinu jafnframt taka gildi. Kylfingar geta því glaðst yfir því að geta mætt og fínpússað sveifluna fyrir opnun valla sem er á næsta leiti.

Við búumst við að margir kylfingar leggi leið sína í Bása og biðjum þá að kynna sér þessar reglur umgengni sem hafa verið settar upp og munu gilda frá og með mánudegi:

  • Áður en farið er í boltavél eru kylfingar beðnir um að finna sér bás og koma golfsetti þar fyrir
  • Hjálpumst að við að láta umferð í kringum boltavél ganga hratt og örugglega fyrir sig
  • Körfur og boltar fara í gegnum sótthreinsun eftir hverja notkun
  • Hafa skal handþvott og spritt í huga fyrir og eftir iðkun. Sprittstandar eru á báðum hæðum Bása og minnum við kylfinga á salerni fyrir handþvott
  • Ekki skulu vera fleiri en tveir í einu inni í afgreiðslu hjá starfsmanni

Samkvæmt reglum sem taka gildi á mánudag þá má hámarksfjöldi á æfingasvæðinu vera 50 manns og munu starfsmenn fylgjast með að fjöldatakmörk séu virt. Við biðjum kylfinga um að sýna skilning og samvinnu hvað fjöldatakmarkanir varðar.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!
Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista