Hjá okkur eru aðstæður eins og þær gerast bestar og eru allir kylfingar velkomnir í Bása. Þú þarft ekki að vera meðlimur í golfklúbbi, hafa forgjöf né eiga kylfur til að koma til okkar.

Æfingasvæðið er flóðlýst og því engin fyrirstaða að koma og æfa sig á dimmari dögum ársins. Um er að ræða 73 æfingabása á þremur hæðum þar sem við blasir 5 hektara svæði – tvær brautir ásamt fjölda mismunandi skotmarka, til að taka á móti golfboltum. Hægt er að kaupa boltafötur eða boltakort Bása í afgreiðslu, aðgengi er að boltavélum á öllum þremur hæðum Bása.

Hjá okkur er að finna eina af betri aðstöðu landsins til golfkennslu þar sem hægt er að hafa opnar dyr út á æfingasvæði frá upphituðu einkarými. Nýlega var tekinn í notkun Flightscope sem notast er við í kennslu sem hjálpa golfkennara við nákvæmari greiningar á sveiflu kylfings, með þeirri tækni er hægt að vinna hraðar að auknum framförum kylfinga.

Fyrir,  eftir eða á milli æfinga býðst kylfingum svo alltaf að kíkja við í afgreiðsluna og fá rjúkandi heitt kaffi og kakó frá Te & kaffi í boði 10/11.