Í Básum er að finna allt sem kylfingar þurfa við golfæfingar – reglulega er boðið upp á námskeið sem henta öllum getustigum í golfíþróttinni, fyrir byrjendur og lengra komna. 

Starfsfólk okkar tekur vel á móti kylfingum – hvort sem um er að ræða einstaklinga eða hópa sem vilja koma og æfa saman eða einfaldlega kynna sér golfíþróttina. Í afgreiðslunni er svo boðið upp á rjúkandi heitt kaffi eða kakó í boði 10/11 á þegar mætt er eða á milli þess sem boltar eru slegnir.

Hafirðu einhverjar fyrirspurnir varðandi þjónustu Bása er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 585-0212 eða með tölvupósti á basar@basar.is.