Golfkennarar
Í Básum bjóða framúrskarandi PGA menntaðir golfkennarar upp á kennslu. Boðið er upp á einka- og hópkennslu og eru fjölmörg námskeið í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Námskeiðin auka hæfni kylfinga á öllum stigum. Meginmarkmið golfkennslunar er að bjóða nemendum tækifæri til að læra golfíþróttina frá grunni á skipulagðan hátt.
Hér fyrir neðan má finna þá golfkennara sem bjóða upp á kennslu í Básum. Þú einfaldlega velur þann golfkennara sem þér líst best á, hefur samband og bókar tíma.
Arnar Snær Hákonarson
Arnar Snær Hákonarson útskrifaðist frá PGA golfkennaraskólanum árið 2015 og hefur starfað sem golfkennari á vegum GR frá því í mars sama ár. Hann byrjaði sjálfur ungur í golfi og hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum með GR í Íslandsmóti Golfklúbba, náð öðru sæti á EM klúbba í Portúgal með liði GR 2010, spilað fyrir Íslands hönd á EM landsliða í Portúgal 2011 ásamt að því vera í öðru sæti í Meistaramóti GR sama ár.
Arnar Snær er reglulega með námskeið fyrir kylfinga í Básum sem auglýst eru sérstaklega auk þess að bjóða upp á einkakennslu.
30 mín = 8.500 kr.
60 mín = 16.500 kr.
sími: 659-3200

ÁSTRÁÐUR SIGURÐSSON
Ástráður Sigurðsson býður nú uppá golfkennslu í Básum fyrir meðlimi GR og almenning. Hann hefur víðtæka reynslu af golfkennslu og hefur kennt byrjendum jafnt sem atvinnukylfingum.
Ástráður er mörgum GR-ingum kunnur, hann byrjaði að spila golf 10 ára gamall og er uppalinn í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann spilaði mikið fyrir klúbbinn í unglingaflokki, meðal annars með landsliði Íslands í Evrópumótinu árið 1990. Ástráður var einnig í sigursveit GR í fyrstu sveitakeppni drengja 1987.
Árin 1989-1993 kenndi Ástráður unglingum Golfklúbbs Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Péturssonar PGA golfkennara/Íslandsmeistara. Sigurður var menntaður frá golfkennaraskóla í Svíþjóð og ákvað Ástráður að feta í hans spor og útskrifaðist með PGA réttindi árið 1997. Ástráður er einnig með alþjóðleg réttindi sem kylfusmiður.
Ástráður kenndi við hina ýmsu klúbba hér á landi áður hann hélt utan til Svíþjóðar þar sem hann bjó í rúman áratug. Þar kenndi hann golf við einn stærsta golfklúbbinn á vesturströndinni Kungsbacka GK þar sem stjörnur á borð við Fredrik Jakobson, Johan Edfors og Sofie Gustavsson voru meðlimir.
Sími: 8443750

Guðmundur Daníelsson
Guðmundur Daníelsson er menntaður PGA golfkennari og útskrifaðist frá PGA golfkennaraskólanum árið 2021. Sjálfur byrjaði Guðmundur að spila golf um 1990. Guðmundur sá um þjálfun barna, unglinga og almenna kennslu hjá Golfklúbbi Borgarness frá 2018 til 2022.
Guðmundur hefur góða reynslu af þjálfun kylfinga á öllum aldurs- og getustigum, hvort sem er í stutta spili, lengri höggum eða púttum.
Guðmundur býður uppá einkakennslu í Básum
Til að bóka tíma hjá Guðmundi er hægt að senda tölvupóst gummi@gdgolf.is eða hafa samband í gegnum facebook - einnig tekið á móti bókunum í gegnum síma 862-3558

Jón Karlsson
Jón Karlsson er menntaður íþróttakennari og lauk PGA golfkennaranámi frá Svíþjóð. Nonni, eins og hann er kallaður, hefur mikla reynslu sem golfkennari og hefur kennt golf í 28 ár, bæði hér á landi og erlendis – 6 ár í Noregi og 1 ár á Spáni. Hann var í landsliðinu og varð m.a. Norðulandameistari árið 1993 þegar mótið var haldið í Grafarholti auk þess varð hann Íslandmeistari í holukeppni árið 1992.
Nonni býður upp á einkakennslu og hópnámskeið í Básum.
Sími: 899-0769

Margeir Vilhjálmsson
Margeir er menntaður golfvallafræðingur og útskrifaðist úr PGA golfkennaranámi 2021. Margeir var framkvæmdastjóri GR á árunum 1998-2006 og stýrði uppbyggingu Korpúlfsstaðavallar og æfingasvæðisins Bása. Margeir hefur viðamikla þekkingu á golfi. Hann hefur kennt golf í Básum frá árinu 2018. Yfir vetrartímann býður Margeir uppá golfkennslu í GC Quad golfhermi í Kennsluherbergi 1 sem er upphituð aðstaða.
Til viðbótar við PGA réttindi er með TPI (Titleist Performance Institute) viðurkenningu og réttindi til Super Speed golfsveifluhraða kennslu.
Margeir hefur leikið golf frá árinu 1985 og var tvisvar unglingameistari hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Margeir býður uppá kennslu í Básum fyrir pör og einstaklinga. Fjölbreytt námskeið ásamt verðskrá í golfkennslu hjá Margeiri má sjá á vefsíðunni golfnamskeid.is

SNORRI PÁLL ÓLAFSSON
Snorri Páll er PGA menntaður og hefur víðtæka reynslu af kennslu og þjálfun kylfinga á öllum aldurs og getustigum hvort sem um er að ræða byrjendur eða afrekskylfinga.
Snorri býður upp á einka/parakennsla ásamt stærri hópnámskeið sem auglýst eru sérstaklega.
Til að bóka tíma hjá Snorra Pál er hægt að senda tölvupóst eða hafa samband í gegnum facebook síðu
