13.08.2019

Velkomin á Básadag Landsbankans – Laugardaginn 17. ágúst

Laugardaginn 17. ágúst býður Landsbankinn fría bolta milli klukkan 10:00 og 15:00 í Básum golfæfingarsvæði í Grafarholti. Einnig verða boltakort í Básum seld með 50% afslætti þennan dag.

Nú í sumar kynntu Básar Trackman Range æfingakerfi til leiks en um er að ræða nýja tækni sem hægt er að nýta við leik og þjálfun á golfíþróttinni. Kerfið er einfalt í notkun og stendur kylfingum, bæði nýjum og lengra komnum, til boða.

Í boði verður:

  • Fríir boltar milli klukkan 10:00 og 15:00 laugardaginn 17. ágúst
  • Skemmtilegur leikur – “Bulls eye” (næstur pinna) þar sem verðlaun verða veitt fyrir 10 efstu sætin.
  • Boltakort Bása á 50% afslætti (almennt 15% fyrir viðskiptavini Landsbankans).
  • Minnum svo á 10% endurgreiðslu í formi Aukakróna.

PGA golfkennarar verða á staðnum til að leiðbeina kylfingum þennan dag. Endilega nýtið tækifærið og gerið ykkur glaðan dag í Básum.

Básar og Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Landsbankann

 

Til baka í fréttalista