12.06.2019

Tiltektardagur í Básum þriðjudaginn 18. júní kl. 18:00

Þriðjudaginn 18. júní kl. 18:00 ætlum við halda tiltektardag í Básum. Vorið og sumarið hefur farið vel af stað og hefur umferð um Bása verið meiri en við eigum að venjast. Með tilkomu TrackMan Range má reikna með að umferðin í sumar verði enn meiri og er mikilvægt að nóg sé til af boltum fyrir kylfinga og almenn umgengni sé góð.

Á þriðjudag ætlum við að hittast stundvíslega kl. 18:00 og taka til hendinni, tína bolta og sinna ýmsum brýnum verkefnum. Við óskum eftir aðstoð félagsmanna við verkið og verður þeim launað með pizzu og gosi að vinnu lokinni.

Athugið að Básar munu loka kl. 17:00 á þriðjudag vegna tiltektardags.

Hvetjum alla til þess að mæta og hjálpa okkur að gera Básana okkar enn betri!

Til baka í fréttalista