12.11.2018

Opið til kl. 22:00 frá mánudegi til fimmtudags

Vetrarblíðan er okkur hliðholl þessa dagana og því um að gera að nýta tækifærið og halda sveiflunni gangandi, helst fram á vor. Básar golfæfingasvæði tekur vel á móti kylfingum með flóðlýstu æfingasvæði sem gerir það auðveldara fyrir að æfa sig á dimmari dögum ársins. Opið er til kl. 22:00 í kvöld.

Opnunartímar Bása eru sem hér segir:

Mán – fim frá kl. 08:00-22:00
Föstudaga frá kl. 08:00-18:00
Laugardaga frá kl. 10:00-18:00
Sunnudaga frá kl. 10:00-20:00

Við vekjum athygli kylfinga á því að notast er við sjálfsafgreiðslukerfi í boltasölunni og starfsmaður aðeins á vakt eftir kl. 16:00 á virkum dögum en allan daginn um helgar.

Tökum vel á móti ykkur!

Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista