13.06.2017

Ný námskeið í júní

Arnar Snær, PGA golfkennari, er búinn að setja saman enn fleiri námskeið fyrir kylfinga í lok júní. Námskeiðin hjá Arnari hafa verið vel sótt og því um að gera að kynna sér málið, færri komast að en vilja. Námskeiðin henta kylfingum á öllum getustigum íþróttarinnar, allt frá byrjendum til lengra kominna auk þess sem boðið er upp á sérstakt kvennanámskeið sem hefur verið vel sótt. 

Þau námskeið sem í boði verða núna í júní eru eftirfarandi:

Algjör byrjandi 1 - besta leiðin til að byrja í golfi
Algjör byrjandi 2 - besta leiðin til að byrja í gol
fi
Framhaldsnámskeið - næsta skref fyrir byrjendur
Kvennanámskeið - vinsælustu námskeiðin í dag

Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðin undir Námskeið hér á síðunni

Skráning og frekari upplýsingar fara fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is

Til baka í fréttalista