03.04.2019

Ný boltavél tekin í gagnið í Básum – snertilaus þjónusta

Verið er að ljúka við uppsetningu á nýrri Range Servant boltavél verður tekin í gagnið hjá æfingasvæði Bása á morgun, fimmtudag. Um er að ræða nýja vél frá fyrirtækinu sem tekur alls 43.000 bolta, vélin er með snertiskjá og sjálfsafgreiðslukerfi sem skilar kylfingum betri og fljótvirkari þjónustu við afgreiðslu á boltum.

Samhliða nýrri vél verður nýtt sölukerfi einnig gangsett og þurfa viðskiptavinir sem eiga eldri kort með boltainneign að skipta þeim út fyrir ný kort með snertilausn. Sú boltastaða sem er á eldri kortum hefur þegar verið flutt inn í nýtt kerfi og þurfa eigendur korta eingöngu að mæta og skipta út kortinu fyrir nýtt. Á meðan verið er að innleiða þessar breytingar verður starfsmaður á staðnum alla daga vikunnar og geta viðskiptavinir því mætt hvenær sem er á opnunartíma Bása.

Áfram verður hægt að nota greiðslukort, bæði debet og kredit, við kaup á boltum úr boltavél, hver afgreiðsla miðast við 50 bolta sé sú greiðsluleið valin.

Allar eldri boltavélar hafa nú verið fjarlægðar og má segja að þær hafi lokið góðu verki enda þjónustað gesti Bása í nær 15 ár.

Básar & Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í fréttalista