05.04.2019

Ný boltavél komin í gagnið - opið alla helgina

Boltavél sem verið var að setja upp í vikunni er nú komin í fulla vinnslu og hefur varla haft undan við að dæla út boltum enda má segja að það sé vor í lofti og þá fara kylfingar á stjá. Einfalt er að fá bolta afgreidda úr vél með snertilausri þjónustu en starfsmaður verður á staðnum alla helgina til að aðstoða ef eitthvað er. 

Við hvetjum þá viðskiptavini okkar sem eiga eldri kort með inneign til að mæta og fá korti sínu skipt út fyrir nýtt. 

Opnunartími um helgina er þessi:

Laugardag frá kl. 10-18
Sunnudag frá kl. 10-20

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista