12.12.2018

Nú týnast þeir til byggða - 20% jólaafsláttur af boltakortum

Stekkjastaur kom til byggða í nótt og þá þykir mörgum, ungum sem öldnum, vera tilefni til að gleðjast. Jólasveinarnir ferðast líklega ekki með kylfur í pokum sínum líkt og kylfingar en í tilefni af komu þeirra ætlar golfæfingsvæði Bása að gleðja hjörtu kylfinga og veita 20% jólaafslátt af öllum boltakortum fram til jóla. Hægt verður að kaupa kortin eftir að starfsmaður mætir, frá kl. 16:00 alla virka daga og allan daginn um helgar.

Jólaverð á boltakortum verða þessi:
Silfurkort áður, kr. 3.950 – jólaverð, kr. 3.160
Gullkort áður, kr. 5.950 – jólaverð, kr. 4.760
Platínukort áður, kr. 10.950 – jólaverð, kr. 8.760
Demantskort áður, kr. 24.950 – jólaverð, kr. 19.960

Kjörin gjöf í skó kylfingsins eða undir tréð.

Tökum vel á móti ykkur, ho ho hóóóóó!

Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista