25.08.2021

Lokað í Básum sunnudag og mánudag – boltatínsla og viðhald

Lokað verður hjá okkur í Básum sunnudag 29. og mánudag 30. ágúst vegna boltatínslu og viðhalds.

Á sunnudag verður lokað og ætla börn og unglingar úr æfingastarfi GR ætla að mæta og taka til hendinni. Á mánudag ætla vallarstarfsmenn GR að ráðast í viðhaldsvinnu á æfingasvæðinu og verður opnað aftur skv. hefðbundnum opnunartíma á þriðjudag. 

Vonum að lokunin hafi ekki of mikil áhrif á sveifluna.

Kveðja,
Starfsfólk Bása

 

Til baka í fréttalista