06.05.2019

Lærðu að spila golf - Byrjendanámskeið

Nú er sumarið gengið í garð og er þá ekki tilvalið að koma og læra að spila golf? Golfklúbbur Reykjavíkur býður uppá fjölbreytt byrjendanámskeið í maí öll sérhönnuð fyrir byrjendur á mismunandi getustigi.

Hvert námskeið eru fimm kennslutímar (5x60 mín) þar sem farið verður vel í öll þau atriði sem byrjandi þarf að kunna til að geta komið sér inní íþróttina.

Byrjendanámskeið: Byrjendastig 1 – fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref 
Byrjendanámskeið: Byrjendastig 2 – fyrir þá sem hafa verið „inn-út“ í golfi  
Byrjendanámskeið: Byrjendastig 3 – fyrir þá sem vantar öryggi til að fara á völlinn


Byrjendanámskeið í golfi: Byrjendastig 1
Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 19:00-20:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið mánudaginn 13.maí í Básum, Grafarholti

13.maí: Básar – Golfsveiflan
15.maí: Básar – Pútt/Vipp
20.maí: Básar – Golfsveiflan
22.maí: Básar – Golfsveiflan 
27.maí: Básar – Golfsveiflan


Byrjendanámskeið í golfi: Byrjendastig 2
Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:00-20:00 og á laugardögum frá 10:00-11:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið þriðjudaginn 14.maí í Básum, Grafarholti

14.maí: Básar – Golfsveiflan
16.maí: Básar – Pútt/Vipp
18.maí: Básar – Golfsveiflan
21.maí: Básar – Golfsveiflan 
23.maí: Básar – Golfsveiflan

Byrjendanámskeið í golfi: Byrjendastig 3
Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 20:00-21:00 og á laugardögum frá 11:00-12:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið mánudaginn 13.maí í Básum, Grafarholti

13.maí: Básar – Golfsveiflan
15.maí: Básar – Pútt/Vipp
18.maí: Básar – Golfsveiflan
20.maí: Básar – Golfsveiflan 
22.maí: Básar – Golfsveiflan

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Kennari er Arnar Snær Hákonarson, PGA golfkennari
Hámarksfjöldi er 6 manns
Skráning fer fram á arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.

Til baka í fréttalista