Kynningardagur fyrir börn og unglinga í Básum laugardaginn 14. september
Laugardaginn 14. september næstkomandi heldur Golfklúbbur Reykjavíkur kynningardag ætlaðan börnum og unglingum 18 ára og yngri sem hafa áhuga á að kynnast golfíþróttinni.
PGA menntaðir golfkennarar og afkrekskylfingar úr GR taka vel á móti gestum á frá kl 10:00 – 14:00 sem geta komið og farið eftir hentugleika á því tímabili.
Forráðamenn og aðstandendur velkomnir.
Dagskrá:
Kennsla frá PGA golfkennurum í grunnatriðum leiksins
Kynning á barna og unglingastarfi GR
Skemmtilegar æfingar og þrautir
Spil á Grafarkotsvelli
Fríir boltar í Básum - Trackman Range
Golfklúbbur Reykjavíkur útvegar gestum búnað til útláns á meðan kennslu stendur.