25.09.2019

Helgarnámskeið í golfi 28-29.sept

Góð helgarnámskeið í boði í lok september fyrir alla kylfinga, tilvalið fyrir þá sem eru á leið erlendis í golfferð. Námskeiðin eru fjórar kennslustundir í heild tvær á laugardeginum og tvær á sunnudeginum farið verður yfir þætti leiksins eins og vipp, pútt, slátt, teighögg og fleira. Tvö námskeið verða í boði eitt fyrir byrjendur og annað fyrir þá kylfinga sem eru komnir aðeins lengra. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér:

Fyrir byrjendur og styttri komna 
Frábært námskeið fyrir byrjendur sem vilja læra grunnatriðin í golfi þar sem farið verður alla þætti í sportinu. Á laugardeginum verður farið í allt sem við kemur stuttaspilinu farið verður í grunnatriði í hverjum hluta á sunnudeginum verður farið yfir sveifluna og tæknina á bakvið hana. Námskeiðið fjórir tímar (4x 60 mín) og verður kennt á laugardeginum og sunnudeginum frá klukkan kl. 12:00-14:00.

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Fyrir lengri komna
Á laugardeginum verður farið í allt sem við kemur stuttaspilinu farið verður í grunnatriði í hverjum hluta og æfingar sem skila árangri og á sunnudeginum farið yfir sveifluna og tæknina á bakvið hana. Námskeiðið fjórir tímar (4x 60 mín) og verður kennt á laugardeginum og sunnudeginum frá klukkan kl. 10:00-12:00.

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari er Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 

Til baka í fréttalista