Föstudaginn 6. september á milli kl. 17:00 og 19:00 ætlum við halda tiltektardag í Básum. Básar hafa verið vel sóttir af kylfingum í allt sumar og kominn tíma á að tína saman og taka til á svæðinu. Mikilvægt að nóg sé til af boltum fyrir kylfinga allt árið um kring og almenn umgengni sé góð.
Við ætlum að hittast stundvíslega kl. 17:00 og taka til hendinni, tína bolta og sinna ýmsum brýnum verkefnum. Við óskum eftir aðstoð félagsmanna við verkið og verður þeim launað með pizzu og gosi að vinnu lokinni.
Athugið að Básar munu loka kl. 16:00 á föstudag vegna tiltektardags.
Hvetjum alla til þess að mæta og hjálpa okkur að gera Básana okkar enn betri!