07.05.2020

Golfnámskeið í staðinn fyrir golfferð?

Í staðinn fyrir golfferð erlendis þá er hægt að æfa undir leiðsögn PGA golfkennar og koma vel undirbúin/n í sumarið. Draumagolf heldur golfnámskeið í Básum og getur aðstoðað þig með að undirbúa þig sem best fyrir sumarið!

Kennari er Halli Þórðar. 

Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum:
Þriðjudagar í maí/júní: 12/5 - 19/5 - 26/5 - 02/06 - 09/06
Fimmtudagar í maí/júní: 14/5 - 21/5 - 28/5 - 04/06 - 11/06
Laugardagar í maí/júí: 16/5 - 23/5 - 30/5 - 06/06 / 13/06

Tímasetningar kennslu verða þessar:
Þriðjudaga og fimmtudaga: 17-18 / 18-19 / 19-20
Laugardagar: 09-10 / 10-11 / 11-12

Hvert námskeið er 5 skipti, klukkutími í senn - verð kr. 18.000

Það er gaman að vera í hópi og reglulegum æfingum fyrir vorið. Sláðu til og komdu á námskeið - forgjöfin hefur gott af því!

Skráning fer fram í gegnum netfangið jon@draumagolf.is eða í síma 899-0769

Til baka í fréttalista