19.03.2021

Fleiri byrjendanámskeið á dagskrá í apríl

Það var fljótt að fyllast á byrjendanámskeiðin hjá Arnari Snæ og hefur hann nú bætt við tveimur nýjum námskeiðum í apríl. Tilvalin byrjun fyrir þá sem eru að taka sín fystu skref í íþróttinni og vilja vera klár fyrir sumarið.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan:

Byrjendanámskeið 3
Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00-18:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið miðvikudaginn 14.apríl í Básum, Grafarholti

  • 14.apríl:    Básar
  • 19.apríl:    Básar
  • 21.apríl:    Básar
  • 26.apríl:    Básar
  • 28.maí:     Básar

Verð kr. 20.000 (boltar ekki innifaldir)

Byrjendanámskeið 4
Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 18:00-19:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið miðvikudaginn 14.apríl í Básum, Grafarholti

  • 14.apríl:    Básar
  • 19.apríl:    Básar
  • 21.apríl:    Básar
  • 26.apríl:    Básar
  • 28.maí:     Básar

Verð kr. 20.000 (boltar ekki innifaldir)

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru 4 kylfingar. Kennari er Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 

Til baka í fréttalista