09.07.2021

Ertu besti kylfingurinn á æfingasvæðinu?

Taktu þátt í TrackMan Bullseye Championship – keppni í hittni. Keppnin stendur til 15. júlí 2021.

Leikurinn er einfaldur – leiktu 3 umferðir með 3 höggum í hverri umferð. Stig eru gefin eftir því hve nálægt skotmörkunum á æfingasvæðinu boltinn lendir. Þú getur tekið þátt eins oft og þú vilt, en aðeins besta skorið þitt telur. Miðaðu á skotmark á æfingasvæðinu og fáðu eins mörg stig og þú getur í níu höggum. Hægt er að sjá stöðuna í keppninni í appinu (local leaderboard).

Til þess að taka þátt þarf að hlaða niður TrackMan Golf appinu og skrá sig inn sem notanda. Veldu að æfa á æfingasvæðinu (PRACTICE ON RANGE) og þá birtist BULLSEYE CHAMPIONSHIP valmyndin.

 

Veittar verða viðurkenningar fyrir 5 efstu sætin, en það eru TrackMan pokamerki og sigurvegarinn fær að auki glæsilegan Bushnell Tour V5 fjarlægðarsjónauka.

Taktu þátt í keppninni og láttu reyna á hæfileikana!

Til baka í fréttalista