Draumagolf heldur námskeið í Básum

Draumagolf heldur námskeið í Básum í mars/apríl. Tímarnir henta vel bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gott að komast í æfingar og kennslu í upphaf tímabilsins. Farið verður í öll helstu tækniatriðin í sveiflunni. Kennari er Halli Þórðar.
Kennt verður í Básum á eftirfarandi dögum:
Mánudagar í mars: 02 / 09 / 16 / 23 / 30
Miðvikudagar í mars/apríl: 04 / 11 / 18 /25 / 01
Tímasetningar: 17-18 / 18-19 / 19-20
Námskeiðið er 5 skipti, klukkutími í senn, verð kr. 20.000 og eru boltar innifaldir í verði.
Þetta er góð leið til að byrja tímabilið vel og koma undirbúin/n til leiks fyrr sumarið.
Skráning fer fram hjá Nonna: jon@draumagolf.is eða í síma 899-0769
Ráðlegt er að skrá sig sem fyrst til þess að tryggja sér pláss. Leyfilegt er að taka með sér einn fjölskyldumeðlim eða vin á námskeiðið og er sama verð fyrir þann aðila.