30.06.2020

Diskó-golf í Básum föstudaginn 3. júlí

Diskó-golf verður haldið í Básum föstudaginn 3. júlí í samstarfi við N1 og Landsbankann. Létt stemmning og ljúfir tónar munu leika um svæðið sem verður opið frá kl. 19-22.

Hægt verður að taka þátt í leikjunum "Næstur Pinna" og "Lengsta drive" og verða verðlaun veitt fyrir 3 efstu í hvorum leik og því um að gera að taka þátt.

Boltakort verða seld á 20% afslætti.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í syngjandi sveiflu!

Básar

Til baka í fréttalista