06.03.2019

Byrjaðu núna! – Golfnámskeið í mars

Vorið er að banka uppá og tíminn til að rífa sig í gang er núna! Er ekki tilvalið þá að skella sér á golfnámskeið í mars og fara inn í sumarið vel æfður og undirbúinn. Eftirfarandi námskeið verða í boði hjá Arnari Snæ og Golfklúbbi Reykjavíkur í mars:

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is  - Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan. 

Byrjendanámskeið – Besta leiðin til að byrja í golfi
Eilífðar byrjandi – Framhaldsnámskeið fyrir byrjendur og þá sem eru að snúa sér aftur að golfi og vilja fá góða upprifjun 
Almennt námskeið – Stórskemmtileg námskeið fyrir alla kylfinga þar sem áhersla verður lögð á trékylfur  
Yfirferð fyrir lengri komna – Fyrir þá sem ætla taka golfið sitt á næsta level í sumar  
Drive, Pútt, Birdie – (Æfingarnámskeið) Allt sem þú þarft til að fá fleiri fugla  

Byrjendanámskeið
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 17:00-18:00 á mánudögum og miðvikudögum og klukkan 11:00-12:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 18.mars og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

18.mars   Básar – Grip
20.mars   Básar – Grip/Staða
23.mars   Korpa – Stuttaspil
25.mars   Básar – Trékylfur
27.mars   Básar – Upprifjun og fínpúss

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Eilífðar byrjandi 
Námskeið fyrir golfara sem eru að byrja aftur og vilja góða upprifjun. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 17:00-18:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og klukkan 08:00-09:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 19.mars og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

19.mars   Básar – Grip
21.mars   Básar – Grip/Staða
23.mars   Korpa – Stuttaspil
26.mars   Básar – Trékylfur
28.mars   Básar – Upprifjun og fínpúss

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Almennt námskeið
Frábært námskeið fyrir alla kylfinga sem vilja ná betri tökum á golfleiknum þar sem sértaklega verður farið í teighögg og trékylfur/blendinga. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á mánudögum og miðvikudögum og kl 12:00-13:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 18.mars og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

18.mars   Básar – Sveifla
20.mars   Básar – Lengri teighögg
23.mars   Korpa – Pútt & Vipp
25.mars   Básar – Brautartré/blendingar
27.mars   Básar – Sveifla/teighögg

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Yfirferð fyrir lengri komna
Upplagt námskeið fyrir þá kylfinga sem ætla að fara með leikinn sinn á næsta plan í sumar. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 20:00-21:00 á mánudögum og miðvikudögum og kl 10:00-11:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 18.mars og verður kennt á eftir eftirtöldum dagsetningum:

18.mars  Básar – Járnahögg
20.mars  Básar – Teighögg
23.mars  Korpa – Pútt & Vipp 
25.mars  Básar – Blendingar/trékylfur
27.mars  Básar – Pitch/Stutthögg

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Æfinganámskeið fyrir alla (Drive, pútt, birdie)
Æfinganámskeið fyrir þá sem vilja koma sér í góða æfingu fyrir sumarið, áhersla verður lögð á alla þætti leiksins. Námskeiðið er átta skipti (8x 60 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og laugardögum klukkan 09:00-10:00 og hefst þriðjudaginn 19.mars.

Verð 30.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Til baka í fréttalista