17.03.2020

Búið er að opna golfæfingasvæði Bása

Búið er að opna golfæfingasvæði Bása og verður áfram opið samkvæmt auglýstum opnunartíma. Kylfingar geta því mætt og undirbúið sig fyrir golfsumarið. Til að stuðla að því að kylfingar sinni golfiðkun sinni verður 30% afsláttur af boltakortum fram til föstudags. Athugið að starfsmaður í afgreiðslu er á vakt alla virka daga frá kl. 16:00. 

Eins og áður minnum við kylfinga á takmarkanir verða á fjölda einstaklinga í samræmi við það sem gefið hefur verið út af Landlækni og minnum á handþvott, spritt og almennt hreinlæti. Það er á ábyrgð hvers og eins að gæta þess að nálægð við næsta einstakling sé innan þeirra marka sem lagt er til, 2 metrar.

Verið velkomin!
Starsfólk Bása

Til baka í fréttalista