05.03.2018

Breytingar í Básum – skert þjónusta næstu tvær vikur

Verið er að innleiða sjálfsafgreiðslukerfi á boltum í Básum, vegna þess mun þjónusta frá kl. 12-16 virka daga næstu tvær vikur vera að einhverju leyti skert. Á þessum tíma verður eingöngu hægt að kaupa bolta með boltakorti úr vélum á þessum tíma dagsins. Eftir kl. 16:00 verður starfsmaður í afgreiðslu.

Hugmyndin er að í framtíðinni geti kylfingar mætt og keypt bolta hvort sem er með boltakorti eða debet/kredit. Nánari lýsing og kynning á þessum breytingum verða birtar á vefsíðu Bása þegar nær dregur.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta mun hafa í för með sér en vonumst eftir því að kylfingar sýni skilning hvað þessar breytingar varðar.

Til baka í fréttalista