Bestu byrjendanámskeiðin fyrir alla

Arnar Snær Hákonarson mun bjóða upp á ítarleg og skemmtileg byrjendanámskeið fyrir alla. Frábær undirbúningur fyrir sumarið og fyrir þá sem vilja læra góðan grunn á sportinu.
Öll námskeið eru eins uppsett - 10 kennslustundir í heild þar sem farið er yfir alla þætti leiksins m.a grip, reglur, búnað o.fl. Eftir námskeiðið verða nemendur með góðan skilning á hvernig íþróttin gengur fyrir sig og komin með góðan grunn fyrir framhaldið á vellinum.
Öll kennsla fer fram í Básum, Grafarholti og á Korpúlfsstöðum.
Byrjendahópur 1
Námskeiðið byrjar 4.mars og er kennt á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00-20:00
og laugardaginn 9. & 16.mars kl 11:00 – 12:00
Byrjendahópur 2 (Hádegisnámskeið)
Námskeiðið byrjar 5.mars og er kennt á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 12:00-13:00
Byrjendahópur 3
Námskeiðið byrjar 5.mars og er kennt á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 20:00-21:00
og laugardaginn 9. & 16.mars kl 12:00 – 13:00
Verð pr. námskeið er kr. 30.000 – æfingarboltar eru ekki innifaldir í verði
Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is nánari upplýsingar er líka hægt að fá hjá Arnari í síma 659-3200.