09.06.2017

Básar golfæfingasvæði auglýsir eftir starfsfólki

Básar er golfæfingasvæði í Grafarholti þar sem kylfingum gefst færi á að æfa golfsveifluna allt árið um kring. Básar auglýsa nú eftir fólki til starfa, um er að ræða afgreiðslu og almenna þjónustu við kylfinga, þrif og boltatínslu. Auglýst er eftir fólki sem getur unnið eftir kl. 16:00 á virkum dögum og allan daginn um helgar. Leitað er eftir stundvísum og samviskusömum einstaklingum, æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri og hafi einhverja reynslu af vinnumarkaði.

Fyrir frekari upplýsingar og umsóknir hafið samband við Dóru Eyland í gegnum netfangið dora@grgolf.is

Til baka í fréttalista