18.11.2020

Básar eingöngu opnir fyrir barna- og unglingastarf Golfklúbbs Reykjavíkur til 2. desember

Samkvæmt þeim sóttvarnarreglum sem taka gildi í dag, 18. nóvember, er börnum og unglingum fæddum 2005 og síðar heimilt að stunda æfingar með og án snertingar jafnt inni sem úti. Í samræmi við þessar reglur mun golfæfingasvæði Bása eingöngu vera opið fyrir barna- og unglingastarf Golfklúbbs Reykjavíkur fram til 2. desember næstkomandi. 

Kveðja,
Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista