07.11.2018

Æfum sveifluna betur í vetur

Hitastigið er farið að sýna rauðar tölur og kjörið að nýta blíða vetrardaga til að mæta til okkar og æfa sveifluna. Golfæfingasvæði okkar er flóðlýst sem gerir kylfingum auðveldara fyrir að æfa sig á dimmari dögum ársins.

Opið er hjá okkur alla daga vikunnar og eru opnunartímar eins og hér segir:

Mán – fim frá kl. 08:00-22:00
Föstudaga frá kl. 08:00-18:00
Laugardaga frá kl. 10:00-18:00
Sunnudaga frá kl. 10:00-20:00

Við vekjum athygli kylfinga á því að notast er við sjálfsafgreiðslukerfi í boltasölunni og starfsmaður aðeins á vakt eftir kl. 16:00 á virkum dögum en allan daginn um helgar.

Tökum vel á móti ykkur!

Starfsfólk Bása

Til baka í fréttalista