Skráðu þig á póstlista Bása

Skrá mig

Aðstaðan

Básar er golfæfingasvæði í Grafarholti. Þar eru aðstæður eins og þær gerast bestar til golfæfinga í heiminum. Hér er um að ræða byltingu fyrir íslenska kylfinga, þar sem nú er mögulegt að æfa utan dyra allan ársins hring. Básar eru flóðlýstir og myrkur því ekki fyrirstaða æfinga. 73 básar á þremur hæðum og næg bílastæði. Mikilvægast er samt að við blasir 5 hektara svæði til að taka á móti golfboltum. Tvær brautir og sjö flatir í mismunandi fjarlægðum til að slá á.

Í Básum er að finna eina fullkomnustu golfkennsluaðstöðu landsins. Upphitað einkarými, þar sem hægt að hafa opnar dyr út á æfingasvæðið. Sé vont veður, er dyrunum einfaldlega lokað og kennslunni haldið áfram innan dyra.

Sjá nánar

Fréttir

13.03.2017

Opnum í dag kl. 16:00

Opnum í dag kl. 16:00
Þá er snjóinn loksins farið að leysa og kúlurnar farnar að tínast til. Eftir langa bið þá verður hægt að opna golfæfingasvæði Bása aftur í dag - opnað verður kl. 16:00 

09.03.2017

Boltalaust í Básum

Boltalaust í Básum

Enn er boltalaust í Básum og liggur snjór yfir öllu svæðinu sem gerir það erfiðara fyrir okkur að tína bolta. Við vonum að það taki brátt að rigna aðeins á okkur svo að snjóinn leysi og hægt verði að opna hjá okkur að nýju.

27.02.2017

Ástráður Sigurðsson býður upp á golfkennslu í Básum

Ástráður Sigurðsson býður upp á golfkennslu í Básum

Ástráður Sigurðsson býður nú uppá golfkennslu í Básum fyrir meðlimi GR og almenning. Hann hefur víðtæka reynslu af golfkennslu og hefur kennt byrjendum jafnt sem atvinnukylfingum.

24.02.2017

Lokað í Básum í dag vegna veðurs

Lokað í Básum í dag vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að hafa golfæfingasvæðið hjá okkur í Básum lokað í dag vegna veðurs. Ekki er útlit fyrir góða spá í dag og verður því færðin að Básum einnig erfið.