Velkomin á basar.is

Básar er golfæfingasvæði í Grafarholti. Þar eru aðstæður eins og þær gerast bestar til golfæfinga í heiminum. Hér er um að ræða byltingu fyrir íslenska kylfinga, þar sem nú er mögulegt að æfa utan dyra allan ársins hring. Básar eru flóðlýstir og myrkur því ekki fyrirstaða æfinga. 73 básar á þremur hæðum og næg bílastæði. Mikilvægast er samt að við blasir 5 hektara svæði til að taka á móti golfboltum. Tvær brautir og sjö flatir í mismunandi fjarlægðum til að slá á.

Í Básum er að finna eina fullkomnustu golfkennsluaðstöðu landsins. Upphitað einkarými, þar sem hægt að hafa opnar dyr út á æfingasvæðið. Sé vont veður, er dyrunum einfaldlega lokað og kennslunni haldið áfram innan dyra.

Skoða nánar